Kourani breytir um nafn og horfir til Bessastaða

Svipar nafninu til þess sem forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, …
Svipar nafninu til þess sem forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ber. Forsetinn ber þó ekki millinafnið Thor heldur stendur Th. fyrir Thorlacius. Samsett mynd/Ljósmynd/Colourbox/mbl.is/Kristinn Magnússon

Glæpamaðurinn Mohamad Kourani, sem var á dögunum dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps auk annarra brota, hefur fengið nafni sínu breytt. 

Ber hann ekki lengur eftirnafnið Kourani heldur millinafnið Thor og eftirnafnið Jóhannesson, eða Th. Jóhannesson. 

Þetta hefur mbl.is fengið staðfest en nafnið hefur þó ekki enn verið uppfært í Þjóðskrá.

Svipar nafninu til þess sem forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ber. Forsetinn ber þó ekki millinafnið Thor heldur stendur Th. fyrir Thorlacius.

Með langan brotaferil að baki

Mohamad á langan brotaferil að baki hér á landi. Árið 2017 var hann dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir skjalabrot. 

Þá var Mohamad dæmdur í 12 mánaða fangelsi í Lands­rétti 31. mars 2023 fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot, brot gegn nálg­un­ar­banni, eigna­spjöll, fimm brot gegn vald­stjórn­inni, tvær sprengju­hót­an­ir, skjalafals, vopna­laga­brot, um­ferðarlaga­brot og sjö brot gegn sótt­varn­arlög­um.

Í mars var Mohamad dæmd­ur í héraðsdómi í 14 mánaða fang­elsi fyr­ir lík­ams­árás, vald­stjórn­ar­brot, sprengju­hót­un, til­raun til sprengju­hót­un­ar og um­ferðarlaga­brot. Hann hefur áfrýjað þeim dómi.

Í júlí var Mohamad svo dæmd­ur í átta ára fang­elsi fyr­ir til­raun til mann­dráps ásamt öðrum brot­um. Hann hefur jafnframt áfrýjað þeim dómi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert