Kourani breytir um nafn og horfir til Bessastaða

Svipar nafninu til þess sem forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, …
Svipar nafninu til þess sem forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ber. Forsetinn ber þó ekki millinafnið Thor heldur stendur Th. fyrir Thorlacius. Samsett mynd/Ljósmynd/Colourbox/mbl.is/Kristinn Magnússon

Glæpa­maður­inn Mohamad Kourani, sem var á dög­un­um dæmd­ur í átta ára fang­elsi fyr­ir til­raun til mann­dráps auk annarra brota, hef­ur fengið nafni sínu breytt. 

Ber hann ekki leng­ur eft­ir­nafnið Kourani held­ur milli­nafnið Thor og eft­ir­nafnið Jó­hann­es­son, eða Th. Jó­hann­es­son. 

Þetta hef­ur mbl.is fengið staðfest en nafnið hef­ur þó ekki enn verið upp­fært í Þjóðskrá.

Svip­ar nafn­inu til þess sem for­seti Íslands, Guðni Th. Jó­hann­es­son, ber. For­set­inn ber þó ekki milli­nafnið Thor held­ur stend­ur Th. fyr­ir Thorlacius.

Með lang­an brota­fer­il að baki

Mohamad á lang­an brota­fer­il að baki hér á landi. Árið 2017 var hann dæmd­ur í 30 daga fang­elsi fyr­ir skjala­brot. 

Þá var Mohamad dæmd­ur í 12 mánaða fang­elsi í Lands­rétti 31. mars 2023 fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot, brot gegn nálg­un­ar­banni, eigna­spjöll, fimm brot gegn vald­stjórn­inni, tvær sprengju­hót­an­ir, skjalafals, vopna­laga­brot, um­ferðarlaga­brot og sjö brot gegn sótt­varn­arlög­um.

Í mars var Mohamad dæmd­ur í héraðsdómi í 14 mánaða fang­elsi fyr­ir lík­ams­árás, vald­stjórn­ar­brot, sprengju­hót­un, til­raun til sprengju­hót­un­ar og um­ferðarlaga­brot. Hann hef­ur áfrýjað þeim dómi.

Í júlí var Mohamad svo dæmd­ur í átta ára fang­elsi fyr­ir til­raun til mann­dráps ásamt öðrum brot­um. Hann hef­ur jafn­framt áfrýjað þeim dómi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert