Kröpp og djúp lægð veldur vestan hvassviðri

Hvasst verður á vestanverðum Tröllaskaga.
Hvasst verður á vestanverðum Tröllaskaga. mbl.is/Sigurður Bogi

Kröpp og djúp lægð, miðað við árstíma, er skammt norður af landinu og veldur vestan hvassviðri norðanlands með talsverðri vætu, einkum á vestanverðum Tröllaskaga.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Fram kemur að úrkomulítið verði á sunnanverðu landinu. Þá dragi smám saman úr vindi og úrkomu í dag, en vestantil verði vindur suðvestlægari og súldarloft komi inn á land seinnipartinn. Gular viðvaranir eru í gildi fyrir norðan fram eftir degi.

„Síðan útlit fyrir að leggist í suðlægar áttir, yfirleitt fremur hæga. Viðvarandi væta næstu daga, en úrkomumlítið eða þurrt norðaustantil og ágætis hitatölur fyrir norðan og austan,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert