Lögregla vill láta fjarlægja TikTok-reikning

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem aðgangur er gerður …
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem aðgangur er gerður í nafni lögreglunnar. Samsett mynd/Eggert Jóhannesson/AFP

Óprúttn­ir aðilar hafa opnað reikn­ing á sam­fé­lags­miðlin­um TikT­ok und­ir fölsku flaggi lög­regl­unn­ar. Lög­regl­an hef­ur óskað eft­ir því að reikn­ing­ur­inn verði tek­inn niður.

Þetta seg­ir Marta Krist­ín Hreiðars­dótt­ir, deild­ar­stjóri í upp­lýs­inga- og áætl­un­ar­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, í sam­tali við mbl.is.

Lög­regl­an ekki á leiðinni á TikT­ok

Marta seg­ir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem ein­stak­ling­ar stofni TikT­ok-reikn­ing und­ir nafni lög­regl­unn­ar. 

„Við höf­um lent í því annað slagið að það er verið að stofna reikn­ing í nafni lög­regl­unn­ar og við höf­um þá verið að láta taka þá niður. Við erum sjálf ekki á TikT­ok,“ seg­ir Marta.

Aðspurð seg­ir hún að lög­regl­an sé ekki á leiðinni á sam­fé­lags­miðil­inn vin­sæla. Lög­regl­an eigi TikT­ok-reikn­ing en hann sé ekki í notk­un og ekki standi til að taka hann í notk­un í bráð. 

„Við erum á In­sta­gram og á Face­book og höf­um hingað til látið það duga, en það er líka tak­markaður mann­skap­ur sem get­ur sinnt svona sam­fé­lags­miðlum,“ seg­ir Marta.

Grín­mynd­skeið

Ekki er búið að fjar­lægja reikn­ing­inn en hann hef­ur notið tölu­verðra vin­sælda.

Hann er þegar kom­inn með rúm­lega 1.300 fylgj­end­ur, þrátt fyr­ir að fyrsta mynd­bandið hafi verið birt fyr­ir aðeins fjór­um dög­um. 

Búið er að birta tvö mynd­skeið á aðgang­in­um. Annað þeirra er hálf­gert grín­mynd­band eða skets. Þar er kona í yf­ir­heyrslu fyr­ir að hafa ekið hopp­hjóli und­ir áhrif­um áfeng­is. 

Upp­fært kl. 00:05: Þau sem koma að skets­in­um segja í sam­tali við mbl.is að þau teng­ist þess­um reikn­ingi ekki á nokk­urn hátt. Var sketsinn gerður sem hluti af tón­list­ar­mynd­bandi og end­ur­birt­ur á reikn­ingn­um í leyf­is­leysi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert