Nýr vegkafli tekinn í notkun í Eyjafirði

Nýr vegur austan við Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit.
Nýr vegur austan við Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit. mbl.is/Þorgeir

Nýr vegur austan við Hrafnagilshverfi í Eyjarfjarðarsveit hefur verið tekinn í notkun.

„Það má segja að gamli vegurinn sé hættur að virka sem gegnumkeyrsluvegur, sem er algjörlega æðislegt,“ segir Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar, í samtali við mbl.is.

„Eykur umferðaröryggi mikið“

„Þetta breytir öllu fyrir íbúa bæjarins og eykur umferðaröryggi rosalega mikið fyrir krakkana sem að ganga þarna daglega yfir í skólann,“ segir Finnur.

Hann segir að umferð hafi verið töluverð gegnum bæinn og að meðalhraðinn hafi verið langt yfir hámarkshraða. Verið sé að vinna í að setja vegrið meðfram Eyjafjarðará.

„Svo breytir þetta því líka að nú er þetta orðin íbúðagata, þá getum við dregið hraðann á henni niður í þrjátíu og byggt íbúðarhúsnæði að henni, sem ekki var hægt fyrir,“ segir Finnur.

Nýr vegur austan við Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit.
Nýr vegur austan við Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit. mbl.is/Þorgeir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka