Ofbeldistilfellum fjölgað mikið

Ólöf Ásta Farestveit er forstjóri Barna- og fjölskyldustofu.
Ólöf Ásta Farestveit er forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tilkynningum til barnaverndarþjónustu fjölgaði um 16,7% á fyrstu þremur mánuðum ársins samanborið við sama tímabil í fyrra. Fjölgun varð á tilkynningum á landsvísu, en þó mest í Reykjavík, þar sem tilkynningum fjölgaði um 20,3%.

Eins og áður voru flestar tilkynningarnar á fyrsta ársfjórðungi vegna vanrækslu, eða 40,4% allra tilkynninga. Áhættuhegðun barna var næstalgengasta ástæða tilkynninga, eða 33,9%, sem er töluvert hærra hlutfall en í fyrra.

Tilkynningum vegna áhættuhegðunar barna fjölgaði mikið samanborið við sama tímabil árin á undan, eða um 31,8%. Mest fjölgaði tilkynningum vegna vímuefnaneyslu barna, eða 118,9% milli ára.

Heimsfaraldurinn gæti hafa haft áhrif

Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, útskýrir í samtali við Morgunblaðið að fjölgun hafi orðið á ofbeldistilfellum meðal barna bæði hérlendis og erlendis eftir kórónuveirufaraldurinn.

„Við höfðum gríðarlegar áhyggjur af því að börn yrðu einangruð heima þar sem ofbeldi og drykkja innan heimila jókst,“ segir Ólöf.

Börn sem voru á aldrinum tíu til tólf ára þegar samkomutakmarkanir sem stjórnvöld settu í faraldrinum voru við lýði, gætu nú upplifað reiði og vanlíðan sem byggst hefur upp með árunum og er nú grunur um að ofbeldishegðun meðal unglinga sé vegna hugsanlegra áfalla sem þau upplifðu heima á tímum heimsfaraldurs. Ólöf tekur þó skýrt fram að ekki séu til rannsóknir til að styðja þessa hugmynd, en að þetta sé umræða meðal margra og nokkuð sem þurfi að skoða frekar.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka