Segir umræðuna storm í vatnsglasi

„Samræmdu prófin voru búin með sitt skeið,“ segir formaður Félags …
„Samræmdu prófin voru búin með sitt skeið,“ segir formaður Félags grunnskólakennara. Afnám prófanna hefur verið gagnrýnt og ekkert hefur leyst þau af hólmi.

Mjöll Matthíasdóttir, formaður félags grunnskólakennara, segir umræðuna um skólamál síðustu daga vera „storm í vatnsglasi“.

Hún segir samræmdu könnunarprófin hafa verið orðin barn síns tíma og að ekki hafi verið um boðlegt ástand að ræða.

Umræðan um vanda íslenska skólakerfisins hefur farið hátt í kjölfar umfjöllunar Morgunblaðsins og mbl.is síðustu daga.

Þar á meðal hefur verið fjallað um að áformað sé að leggja alfarið niður samræmdu könnunarprófin þrátt fyrir að nýtt námsmat, matsferill, verði ekki tilbúið til notkunar fyrr en eftir nokkur ár.

Samræmd próf hafa ekki verið hald­in hér á landi síðustu ár og ekk­ert hef­ur komið í stað þeirra, þrátt fyr­ir yf­ir­lýst áform þess efn­is þegar þau voru lögð af.

Umræðan um vanda íslenska skólakerfisins hefur farið hátt í kjölfar …
Umræðan um vanda íslenska skólakerfisins hefur farið hátt í kjölfar umfjöllunar Morgunblaðsins og mbl.is um menntakerfið síðustu daga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Réðu ekki við tæknina og kerfin hrundu

„Samræmdu prófin voru búin með sitt skeið og það var verið að reyna að breyta þeim á síðustu árum fram undir árið 2020. Gera þau meira rafræn og þau voru orðin eitthvað sem hægt var að lesa út úr með tölvutækninni,“ segir Mjöll og bætir við:

„Hins vegar réðu þeir sem voru að leggja þessi próf fyrir ekki við þessa tækni. Þeir voru bara ekki með nægilega góða tækni í höndunum. Ein af ástæðum fyrir að það var hætt að leggja þau fyrir var að tölvukerfin bara hrundu.“

Tröllatrú á tækninni

Mjöll rifjar upp þegar leggja átti samræmdu könnunarprófin fyrir rafrænt en framkvæmdin misfórst.

„Svo bara henda kerfin þeim út og það frýs allt og þau komast ekki áfram. Þau þurfa að byrja upp á nýtt og þau vissu ekkert hvert þau voru komin og við kennarar máttum ekki vita hvaða verkefni þau væru að leysa þannig að við gátum ekki verið búin að sjá hvert barnið væri komið og hvar það ætti að halda áfram,“ segir formaðurinn.

Stóð aldrei til að setja þetta aftur á pappír?

„Nei, það virtist ekki vera hugmyndin. Menn hafa tröllatrú á tækninni.“

Afnám prófanna gagnrýnt

Óráðlegt er að leggja af sam­ræmd könn­un­ar­próf án þess að nýtt kerfi sé til­búið til notk­un­ar sem get­ur leyst þau af hólmi. Þetta er mat tveggja pró­fess­ora og dós­ents við menntavís­inda­svið Há­skóla Íslands, sem greint er frá í Morgunblaðinu í dag.

Telja þeir af­nám sam­ræmds náms­mats leiða til lak­ari ár­ang­urs nem­enda og til auk­ins mis­rétt­is í mennta­kerf­inu.

„Al­kunna er að ís­lenskt skóla­kerfi stend­ur mjög höll­um fæti og einnig að fyr­ir­komu­lag náms­mats hef­ur lyk­il­hlut­verki að gegna í virkni mennta­kerf­is­ins,“ segir í umsögn þeirra.

„Hér er því um af­drifa­rík­ar ákv­arðanir að ræða sem munu hafa veru­leg áhrif á mennt­un ís­lenskra ung­menna næstu árin.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert