Stjórnvöld ætli að mismuna bílaeigendum

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, þegar hann kynnnti …
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, þegar hann kynnnti tillögur félagsins um útfærslu á kílómetragjaldi í mars 2023. mbl.is/Árni Sæberg

Fé­lag ís­lenskra bif­reiðaeig­enda (FÍB) vill að fyr­ir­hugað kíla­metra­gjald taki mið af þyngd og orku­gjafa hvers og eins bíls. Áform stjórn­valda gera aft­ur á móti ráð fyr­ir einu og sama gjald­inu á alla bíla und­ir 3,5 tonn­um.

Fjár­mála- og efna­hags­ráðuneytið hef­ur birt í sam­ráðsgátt áform um frum­varp til laga um kíló­metra­gjald vegna notk­un­ar öku­tækja. Kíló­metra­gjald á að koma í stað bens­íngjalds.

„Við telj­um að það þurfi að vera ákveðin sann­girni og gagn­sæi þarna svo það sé ekki verið að mis­muna fólki með minni og létt­ari bíla,“ seg­ir Run­ólf­ur Ólafs­sonn, fram­kvæmda­stjóri FÍB, í sam­tali við mbl.is.

Bens­íngjaldið sá um þetta, að mestu leyti

Rök­in sem stjórn­völd bera fyr­ir einu og sama gjald­inu á bíla und­ir 3,5 tonn­um eru að þeir bíl­ar valdi svipuðu sliti og niður­broti vega, meðan þyngri bíl­ar hafi marg­falt meiri áhrif.

FÍB seg­ir það alls ekki rétt, bíll sem vegi 3,5 tonn slíti veg­ina meira en létt­ari bíl­ar. Rás­ir í mal­biki á fjöl­förn­um þjóðveg­um í þétt­býli beri þess merki.

„Bíll sem er 3,5 tonn er í dag að borga mun meira í bens­íngjald [en létt­ari bíl­ar],“ seg­ir Run­ólf­ur en ef áform stjórn­valda ganga í gegn myndi bíla­eig­and­inn borga hann jafn­mikið og eig­end­ur létt­ari bíla.

Þarf ríku­legt aðhald gagn­vart olíu­fé­lög­un­um

Run­ólf­ur bend­ir aft­ur á móti á að bíll sem veg­ur 3,5 tonn slíti vegi mun hraðar en bíll sem er helm­ingi létt­ari. Í mars 2023 kynnti FÍB sín­ar til­lög­ur að kíló­metra­gjaldi sem átti að koma í stað nú­ver­andi skatt­lagn­ing­ar á eldsneyti. Run­ólfi þykir miður að ekki væri stuðst við þær til­lög­ur.

Í áform­um stjórn­valda kem­ur held­ur ekki fram hver upp­hæð kíló­metra­gjalds á fólks­bíla eigi að vera né við hvaða þyngd­arstuðla eða marg­feldi verði miðað vegna öku­tækja um­fram 3,5 tonn.

„Við feng­um smá kynn­ingu hjá fjár­málaráðuneyt­inu á þess­um hug­mynd­um,“  seg­ir hann.

Þá hafi FÍB einnig lagt áherslu á að ríku­legt aðhald yrði lagt á olíu­fé­lög­in.

„Af því að við erum að sjá það, ef það fer fram, þá er allt að 100 krónu lækk­un á op­in­ber­um gjöld­um á hvern bens­ín­lítra og þá þarf að vera ríkt aðhald svo það sé ekki sú freist­ing til staðar hjá rekstr­araðilum fyr­ir­tækja að bæta nokkr­um krón­um við ólagn­ing­una. Því að neyt­end­ur verða svo­lítið ómeðvitaðir um hver þró­un­in er.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert