Stjórnvöld ætli að mismuna bílaeigendum

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, þegar hann kynnnti …
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, þegar hann kynnnti tillögur félagsins um útfærslu á kílómetragjaldi í mars 2023. mbl.is/Árni Sæberg

Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) vill að fyrirhugað kílametragjald taki mið af þyngd og orkugjafa hvers og eins bíls. Áform stjórnvalda gera aftur á móti ráð fyrir einu og sama gjaldinu á alla bíla undir 3,5 tonnum.

Fjár­mála- og efna­hags­ráðuneytið hef­ur birt í sam­ráðsgátt áform um frum­varp til laga um kíló­metra­gjald vegna notk­un­ar öku­tækja. Kílómetragjald á að koma í stað bensíngjalds.

„Við teljum að það þurfi að vera ákveðin sanngirni og gagnsæi þarna svo það sé ekki verið að mismuna fólki með minni og léttari bíla,“ segir Runólfur Ólafssonn, framkvæmdastjóri FÍB, í samtali við mbl.is.

Bensíngjaldið sá um þetta, að mestu leyti

Rökin sem stjórnvöld bera fyrir einu og sama gjaldinu á bíla undir 3,5 tonnum eru að þeir bílar valdi svipuðu sliti og niðurbroti vega, meðan þyngri bílar hafi margfalt meiri áhrif.

FÍB segir það alls ekki rétt, bíll sem vegi 3,5 tonn slíti vegina meira en léttari bílar. Rásir í malbiki á fjölförnum þjóðvegum í þéttbýli beri þess merki.

„Bíll sem er 3,5 tonn er í dag að borga mun meira í bensíngjald [en léttari bílar],“ segir Runólfur en ef áform stjórnvalda ganga í gegn myndi bílaeigandinn borga hann jafnmikið og eigendur léttari bíla.

Þarf ríkulegt aðhald gagnvart olíufélögunum

Runólfur bendir aftur á móti á að bíll sem vegur 3,5 tonn slíti vegi mun hraðar en bíll sem er helmingi léttari. Í mars 2023 kynnti FÍB sínar tillögur að kílómetragjaldi sem átti að koma í stað nú­ver­andi skatt­lagn­ing­ar á eldsneyti. Runólfi þykir miður að ekki væri stuðst við þær tillögur.

Í áformum stjórnvalda kemur heldur ekki fram hver upphæð kílómetragjalds á fólksbíla eigi að vera né við hvaða þyngdarstuðla eða margfeldi verði miðað vegna ökutækja umfram 3,5 tonn.

„Við fengum smá kynningu hjá fjármálaráðuneytinu á þessum hugmyndum,“  segir hann.

Þá hafi FÍB einnig lagt áherslu á að ríkulegt aðhald yrði lagt á olíufélögin.

„Af því að við erum að sjá það, ef það fer fram, þá er allt að 100 krónu lækkun á opinberum gjöldum á hvern bensínlítra og þá þarf að vera ríkt aðhald svo það sé ekki sú freisting til staðar hjá rekstraraðilum fyrirtækja að bæta nokkrum krónum við ólagninguna. Því að neytendur verða svolítið ómeðvitaðir um hver þróunin er.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka