Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók ökumann bifreiðar vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann reyndist einnig sviptur ökuréttindum og var bifreiðin óskoðuð. Ökumaðurinn var laus úr haldi lögreglu að blóðsýnatöku lokinni.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Þá barst lögreglu tilkynning um einstakling í annarlegu ástandi sem hafði farið inn á skrifstofurými í matvöruverslun í miðbænum. Lögregla vísaði honum út.
Í miðbænum var einnig tilkynnt um innbrot í heimahúsi. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu.
Jafnframt var tilkynnt um tvo þjófnaði í matvöruverslunum. Annar átti sér staði í hverfi 105 og hinn í Hafnarfirði.