Vísitölur launa og byggingarkostnaðar hækka

Launavísitalan hækkaði í júní.
Launavísitalan hækkaði í júní. mbl.is/Kristinn Magnússon

Launavísitala í júní hækkaði um 0,5% frá fyrri mánuði, vísitala byggingarkostnaðar hækkar um 0,1% og vísitala framleiðsluverðs hækkaði um 1,2%.

Þetta kemur fram í tilkynningum frá Hagstofu Íslands. 

Á sama tíma og launavísitala hækkaði, hækkaði vísitala grunnlauna um 0,7%. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 6,0% og vísitala grunnlauna um 6,1%.

Vísitala byggingarkostnaðar

Vísitala byggingarkostnaðar í júlí 2024 hækkar um 0,1% frá fyrri mánuði.

Kostnaður við innflutt efni dróst saman um 0,2% en kostnaður við innlent efni jókst um 0,3%.

Þá jókst kostnaður við vélar, flutning og orkunotkun um 0,1%.

Vísitala framleiðsluverðs

Vísitala framleiðsluverðs í júní 2024 hækkaði um 1,2% frá fyrri mánuði.

Framleiðsluverð sjávarafurða hækkaði um 2,1% og framleiðsluverð stóriðju hækkaði um 2,5%.

Þá hækkaði framleiðsluverð á matvælum um 0,1%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert