Allt að 20 stiga hiti í dag

Heitast verður norðaustanlands.
Heitast verður norðaustanlands. mbl.is/Hafþór

Í dag verður suðvestlæg átt 5-13 m/s. Dálítil væta verður um mest allt land, en það fer að rigna um sunnan- og vestanvert landið eftir hádegi. Lengst af verður þurrt norðaustanlands en sums staðar verður lítilsháttar rigning annað kvöld. Hiti verður á bilinu 8 til 20 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Á morgun má búast við suðlægri átt 5-13 og rigningu, en úrkomuminna verður fyrir norðan. Hiti verður á bilinu 11 til 17 stig.

Á fimmtudag verður breytileg átt 3-8. Rigning eða súld á suðaustanverðu landinu en einnig á Vestfjörðum fyrirpart dags. Annars verður bjart með köflum, en búast má við stöku síðdegisskúrum. Hiti verður á bilinu 7 til 17 stig, svalast verður fyrir austan.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert