Ferðum fjölgað um 42 þúsund

Mánaðarlega birtast tilkynningar á vef Vegagerðarinnar um umferðartölur.
Mánaðarlega birtast tilkynningar á vef Vegagerðarinnar um umferðartölur. mbl.is/Árni Sæberg

Aukin umferð á höfuðborgarsvæðinu hefur haldist í hendur við fólksfjölgun síðustu tvö árin. Þetta má sjá í greiningu Vegagerðarinnar en þar má einnig sjá að hlutfall strætóferða hækkar milli ára á meðan aðrir ferðamátar standa í stað.

Mánaðarlega birtast tilkynningar á vef Vegagerðarinnar um umferðartölur sem sýna að ferðum á vegum fjölgar stöðugt í Reykjavík. Ástæðan virðist þó ekki vera að íbúar séu meira á ferðinni heldur er skýringin sú að íbúum fjölgar jafnt og þétt.

Fara 3,2 ferðir á dag

Á tveggja ára tímabili, frá 2022-2023, fjölgaði íbúum á höfuðborgarsvæðinu um 13.245 og daglegum ferðum um 42.064. Að meðaltali fór hver borgarbúi 3,2 ferðir á dag og er í raun um að ræða fækkun frá síðustu mælingum.

72% ferða höfuðborgarbúa eru farnar á einkabíl en eins og við er að búast fjölgaði ferðum í þeim flokki mest eða um 30.286 á tveggja ára tímabilinu. Ekki er um að ræða hlutfallslega aukningu ef miðað er við fólksfjölda.

Strætóferðum hefur hins vegar fjölgað hlutfallslega og eru þær nú 5% allra ferða. 

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, þriðjudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert