Innkalla safa vegna gerjunar

Drykkurinn er innkallaður vegna galla í framleiðslu.
Drykkurinn er innkallaður vegna galla í framleiðslu. Mynd/Innnes

Innnes innkallar Beutelsbacher epla- og gulrótasafa, í 750 ml umbúðum, vegna galla í framleiðslu sem veldur vexti mjólkursýrubaktería þannig að drykkurinn gerjast. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Innnesi þar sem jafnframt segir að innköllunin sé gerð í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. 

Innköllunin einskorðast við þær vörur sem merktar eru með dagsetningunni 01.03.26.

Leiðbeint að farga eða skila

Neytendur sem eiga vöruna með áðurnefndri dagsetningu er bent á að skila vörunni í þá verslun sem hún var keypt í og fá hana bætta eða farga henni. 

Innköllun varðar eftirfarandi vöru: 

  • Vörumerki: Beutelsbacher/Demeter 
  • Vöruheiti: Epla-Gulrótasafi 
  • Best fyrir dagsetning: 01.03.26
  • Nettómagn: 750 ml
  • Strikamerki: 4106060070604

Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Inness ehf. í síma 532 4000 eða í gegnum netfangið kas[hjá]innnes.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert