Njóti frísins fremur en að spá í gos

Mökkurinn frá gosinu sést vel frá borginni.
Mökkurinn frá gosinu sést vel frá borginni. Ljósmynd/Bjarni Arason

Bjarni Arason, söngvari og hótelstjóri hjá Fosshótelum, segir að enginn sé að spá í eldfjallið Etnu sem nú gýs. mbl.is náði tali af Bjarna sem er staddur í Taormina á Sikiley með fjölskyldu sinni. 

„Mannlífið iðar bara hérna og fólk er frekar bara að njóta frísins,“ segir hann. 

Taormina er í rúmlega 60 kílómetra fjarlægð frá eldfjallinu sem er hæsta virka eldfjall Evrópu.

Bjarni segir hvorki ferðamenn né heimamenn kippa sér upp við …
Bjarni segir hvorki ferðamenn né heimamenn kippa sér upp við eldgosið. Ljósmynd/Bjarni Arason

Allt í ösku í Catania

Öllum flugferðum var aflýst á Catania-flugvellinum á Sikiley í dag sökum ösku sem berst frá eldfjallinu. Flugvöllurinn var þó opnaður aftur síðdegis. 

Þegar Bjarni og fjölskylda hans lentu á flugvellinum fyrir rúmri viku var aska yfir allri borginni. 

„Þegar við vorum í Catania fyrst þá var allt í ösku þar og allir bílar voru í ösku en það er ekki sama staða hér,“ segir Bjarni. 

Fjölskyldan á bókaða ferð heim til Íslands á næstu dögum og vonar að eldgosið muni ekki hafa áhrif á ferðaáætlanir hennar. 

„Við erum að fara heim bráðum og erum náttúrulega farin að spá í það hvort það sé öruggt að fljúga, en við vonum bara að þetta breytist fljótt,“ segir Bjarni að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert