Sætir ákúrum umboðsmanns

Ríkislögreglustjóri sætir ákúrum umboðsmanns Alþingis.
Ríkislögreglustjóri sætir ákúrum umboðsmanns Alþingis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkislögreglustjóri sætir ákúrum umboðsmanns Alþingis sökum þess að einkennismerki lögreglunnar, lögreglustjörnunni, var breytt í heimildarleysi og án stoðar í reglugerðum þar um, að því er fram kemur í bréfi umboðsmanns til ríkislögreglustjóra sem birt hefur verið á heimasíðu umboðsmanns.

Umboðsmaður segist í bréfinu ekki telja tilefni til þess að halda áfram athugun sinni á málinu, en kveðst þó fylgjast áfram með, en boðaðar hafa verið breytingar á ákvæðum þeirra reglna sem um einkennismerki lögreglunnar gilda. Hann telur þó eigi að síður tilefni til þess að rifja upp fyrir ríkislögreglustjóra þá grundvallarreglu íslenskrar stjórnskipunar að stjórnsýslan sé bundin af lögum.

„Ég tel þó ástæðu til þess að árétta mikilvægi þess að handhafar framkvæmdavalds, þ. á m. lögreglan, sem hefur með höndum það grundvallarhlutverk að halda uppi lögum og reglu í landinu, gæti að því í störfum sínum að fara að þeim réttarreglum sem gilda um starfsemi þeirra á hverjum tíma,“ segir umboðsmaður í bréfinu.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, þriðjudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert