Sjá merki um aukið ólöglegt niðurhal

Margrét Tryggvadóttir er forstjóri Nova.
Margrét Tryggvadóttir er forstjóri Nova. Ljósmynd/Gunnar Svanberg

Ólöglegt niðurhal virðist vera að færast í vöxt að nýju. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins telja hagsmunaaðilar að það kunni brátt að ná aftur sömu hæðum og áður en ódýrar erlendar efnisveitur náðu fótfestu fyrir tæpum áratug.

Erfitt er að greina ólöglegt niðurhal en fjarskiptafyrirtæki sjá hins vegar ákveðin merki þar um. Flest snúa þau að ólöglegu streymi á íþróttaviðburðum. Það rímar vel við aukna notkun á IPTV-þjónustum sem Morgunblaðið hefur áður fjallað um. Áætlað er að um það bil 25-30 prósent heimila hér á landi séu með áskrift að IPTV-efnisveitum sem dreifa ólöglega aðgangi að sjónvarpsstöðvum um allan heim.

Margrét Tryggvadóttir forstjóri Nova segir að aukning á ólöglegu niðurhali hafi verið í umræðunni. „Það er erfitt að greina aukna erlenda traffík þegar kemur að ólöglegu niðurhali þar sem umferð kemur frá mismunandi aðilum og margt er gert til að fela slóðina,“ segir Margrét. Hún bætir við að umferðin geti komið frá einu landi einn daginn en öðru landi þann næsta. Þá séu gæðin jafnframt mismunandi.

„Við sjáum þó að þegar eru leikir í Meistaradeild Evrópu þá er meiri umferð á útlandasamböndum enda margir stórleikir í gangi á sama tíma,“ segir hún. „Þetta er sérstaklega áberandi þegar Manchester United eða Liverpool eru að keppa,“ segir hún ennfremur.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, þriðjudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert