Skjálftar við Torfa­jökuls­öskjuna

Stærri skjálftinn var af stærðinni 2,9 samkvæmt mælingum Veðurstofu.
Stærri skjálftinn var af stærðinni 2,9 samkvæmt mælingum Veðurstofu. Kort/map.is

Tveir jarðskjálftar mældust norðvestur af Torfajökli í dag, á vesturmörkum Torfajökulsöskjunnar.

Fyrsti skjálftinn mældist 1,5 að stærð og fljótlega á eftir varð annar stærri skjálfti sem mældist 2,9 að stærð. 

Þetta segir Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is. 

Landris tók að mælast í fyrra

Hún segir að um tvo sjálfstæða skjálfta hafi verið að ræða og að ekkert óeðlilegt sé við það að skjálftar mælist á þessu svæði.

Svæðið lýtur heildarvöktun Veðurstofunnar og verður áfram fylgst með stöðu mála.

Rúmt ár er liðið síðan greint var frá því að landris hefði mælst í Torfajökulsöskjunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert