Sóttu veikan göngumann á Hornstrandir

Maðurinn var ekki talinn alvarlega veikur.
Maðurinn var ekki talinn alvarlega veikur. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan göngumann á Hornstrandir á tíunda tímanum í morgun. Þetta segir Hreggviður Símonarson, starfsmaður á bakvakt aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar, í samtali við mbl.is.

Hann segir að ekki hefði verið um alvarleg veikindi að ræða, en að engin önnur leið hafi verið að manninum nema með þyrlu.

Þá var hann fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði til frekari skoðunar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert