Telja háttsemi lögmanns aðfinnsluverða

Athugasemdir nefndarinnar varða m.a. lögmannsþjónustu og framlögð skjöl í tengslum …
Athugasemdir nefndarinnar varða m.a. lögmannsþjónustu og framlögð skjöl í tengslum við málarekstur fyrir dómstólum. Morgunblaðið/Þór

Háttsemi Ragnars H. Hall sem fyrrverandi lögmanns Lyfjablóms ehf. (áður Björn Hallgrímsson ehf.) og Áslaugar Björnsdóttur er aðfinnsluverð.

Þetta kemur fram í tveimur nýlegum úrskurðum úrskurðarnefndar lögmanna.

Úrskurðarnefndin gerir meðal annars athugasemdir við að Ragnar hafi veitt öðrum lögmanni trúnaðargagn sem hann komst yfir sem lögmaður Áslaugar og eiginmanns hennar, og að hann hafi lagt fram skjöl í dómsmáli Lyfjablóms gegn umbjóðanda sínum sem hann komst yfir sem lögmaður Björns Hallgrímssonar ehf.

Keypti félagið árið 2016

Björn Scheving Thorsteinsson er eigandi Lyfjablóms ehf. Hann keypti félagið árið 2016 af skilanefnd Glitnis banka, en áður var það í eigu Áslaugar Björnsdóttur, móður Björns, og systkina hennar. Hvert systkini átti 25% eignarhlut fyrir sig.

Frá kaupum Björns á Lyfjablómi hefur hann unnið að skoðun og greiningu á fjármálum og rekstri félagsins á árunum 2004-2008. Hefur hann beint fjölda fyrirspurna til Ragnars og lögmannsstofu félagsins um upplýsingar og gögn um málefni félagsins á þessum tíma.

Lyfjablóm hefur meðal annars staðið í málarekstri við fjárfestinn Þórð Má Jóhannesson og Sólveigu Pétursdóttur fyrrverandi dómsmálaráðherra sem situr í óskiptu búi eiginmanns síns heitins, Kristins Björnssonar. Kristinn var bróðir Áslaugar.

Ragnar H. Hall er verjandi Sólveigar. Hann veitti Birni Hallgrímssyni ehf. lögmannsþjónustu í einstaka verkefnum frá stofnun félagsins. Einnig gætti hann hagsmuna félagsins og hluthafa þess í tengslum við yfirtöku Glitnis á félaginu árið 2008. Störfum hans fyrir félagið og hluthafa þess lauk árið 2008. Eftir það sinnti hann lögmannsþjónustu fyrir Kristin sem lést árið 2015. Frá þeim tíma hefur hann gætt hagsmuna ekkju hans, Sólveigar.

Áslaug, sonur hennar Björn, fyrir hönd Lyfjablóms, og eiginmaður hennar kvörtuðu til úrskurðarnefndar lögmanna vegna háttsemi Ragnars sem fyrrverandi lögmanns Björns Hallgrímssonar ehf. og þeirra hjóna.

Alls eru úrskurðirnir sex. Fimm varða Ragnar og einn son hans, sem starfar á sömu lögmannsstofu og Ragnar.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, þriðjudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert