„Þau eru ónæm fyrir alvarleika málsins“

Margrét Valdimarsdóttir, dósent í félagsfræði og afbrotafræði við Háskóla Íslands.
Margrét Valdimarsdóttir, dósent í félagsfræði og afbrotafræði við Háskóla Íslands. Ljósmynd/Aðsend

Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir, dós­ent í fé­lags- og af­brota­fræði við Há­skóla Íslands, seg­ir það vel geta verið að ástæðan fyr­ir fleiri til­kynn­ing­um um áhættu­hegðun barna sé ein­angr­un á tím­um sam­komutak­mark­ana stjórn­valda.

„Það er nú þannig að af­brota- og fé­lags­fræðing­ar hafa verið að fjalla um áhrif­in, sem þess­ar miklu breyt­ing­ar sem urðu á sam­fé­lag­inu á meðan sam­komutak­mark­an­ir voru í gangi, myndu hafa á ungt fólk. Þessi ein­angr­un og þessi trufl­un á hefðbundnu skóla­starfi og frí­stund­um,“ seg­ir Mar­grét. 

„Það sem við vit­um úr rann­sókn­um er­lend­is er að þó að flest ung­menni hafi jafnað sig á þessu tíma­bili, þá eru sterk­ar vís­bend­ing­ar um að þau ung­menni sem stóðu höll­um fæti fyr­ir far­ald­ur, til dæm­is vegna erfiðra fjöl­skylduaðstæðna – þau eru verr stödd eft­ir Covid-tím­ana.“

Til­kynn­ing­um um áhættu­hegðun barna hef­ur fjölgað um 31,8% á fyrsta árs­fjórðungi fyr­ir árin 2022 til 2024. 

Í takt við er­lend­ar rann­sókn­ir

Ólöf Ásta Farest­veit, for­stjóri barna- og fjöl­skyldu­stofu, seg­ir að til­fell­um of­beld­is meðal barna hafi fjölgað bæði hér­lend­is og er­lend­is eft­ir tíma­bil sam­komutak­mark­ana stjórn­valda.

 „Það get­ur verið að við séum að sjá ein­hverj­ar af­leiðing­ar eft­ir Covid-19, hins veg­ar er erfitt að segja það þar sem það er ekki búið að skoða það,“ seg­ir Ólöf Ásta.

Mar­grét tek­ur und­ir með Ólöfu.

„Sú til­gáta, um að Covid-tím­arn­ir séu að hluta til skýr­ing­in á aukn­ingu á áhættu­hegðun ungs fólks hér, rím­ar al­veg að ein­hverju leyti við er­lend­ar rann­sókn­ir. Ég veit samt ekki hvort það hef­ur verið skoðað af ein­hverri al­vöru hér­lend­is, hver áhrif­in hafi verið hér.“

Tilkynningum um áhættuhegðun barna fjölgaði um 31,8% milli áranna.
Til­kynn­ing­um um áhættu­hegðun barna fjölgaði um 31,8% milli ár­anna. mbl.is/​Hari

Umræðan orðin meira áber­andi 

Mar­grét tel­ur að þessi fjölg­un til­kynn­inga geti að hluta til verið vegna auk­inn­ar um­fjöll­un­ar og að það sé meiri vilji hjá fólki til þess að til­kynna um slík til­felli.

„Vegna þess að umræða og frétta­flutn­ing­ur hef­ur verið tölu­vert mik­ill um of­beldi ungs fólks og of­beldi gegn börn­um, þá sé fólk meira til­búið en áður að til­kynna það þegar það vakn­ar upp ein­hver grun­ur,“ seg­ir Mar­grét. „Ef fólk er meira til­búið til þess að til­kynna þá auðvitað fjölg­ar til­kynn­ing­um.“

„Áhættu­hegðun ungs fólks, það er svo sterk fylgni á milli henn­ar og fjöl­skylduaðstæðna og þá er ég að tala um eft­ir­lit for­eldra, tengsl við for­eldri og agi á heim­il­um. Þegar það dreg­ur úr þessu eins og til dæm­is eft­ir­liti for­eldra, þá má bú­ast við að áhættu­hegðun auk­ist,“ seg­ir Mar­grét.

Of­beldið að verða al­var­legra

Hún bend­ir á að töl­ur úr gagna­söfn­um gefi hins veg­ar til kynna að of­beldi meðal barna á Íslandi hafi ekki auk­ist, þrátt fyr­ir fjölg­un til­kynn­inga. Mar­grét und­ir­strik­ar að ekki öll ung­menni beiti of­beldi, held­ur sé þetta ákveðinn hóp­ur sem beit­ir meira og al­var­legra of­beldi sí­end­ur­tekið.

Hún tel­ur að nokkr­ar ástæður geti legið að baki þessu, þar á meðal eftir­köst kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins og sam­fé­lags­miðlanotk­un.

Hún legg­ur áherslu á mik­il­vægi for­varn­ar­starfs sem bein­ist að sam­fé­lags­miðlanotk­un ung­linga og nefn­ir sem dæmi hvernig best sé að bregðast við þegar ung­menni sjá mynd­band af ein­hverj­um verða fyr­ir of­beldi. „Þau eru ónæm fyr­ir al­var­leika máls­ins,“ seg­ir Mar­grét að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka