Bíða eftir símagögnum í Hamraborgarmálinu

20 til 30 millj­ón­um króna var stolið úr ör­ygg­is­bif­reið á …
20 til 30 millj­ón­um króna var stolið úr ör­ygg­is­bif­reið á veg­um Örygg­is­miðstöðvar­inn­ar í Hamra­borg í lok mars. Samsett mynd/mbl.is/Árni Sæberg/Eggert Jóhannesson/Ljósmynd/Lögreglan

Símagögn eru meðal þeirra tæknigagna sem lögreglan bíður eftir að fá afhend í tengslum við stórfelldan þjófnað í Hamraborg 25. mars. 

„Við erum enn að bíða eftir tæknigögnum, þannig það er biðstaða í því máli, eins og staðan er núna,“ segir Heim­ir Rík­arðsson, lög­reglu­full­trúi hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, í samtali við mbl.is.

Hann segir að um alls konar tæknigögn séu að ræða, þar á meðal símagögn. Óvíst sé hvenær lögreglan fái gögnin í hendurnar. 

Þýfið ófundið að mestu

20 til 30 millj­ón­um króna var stolið úr ör­ygg­is­bif­reið á veg­um Örygg­is­miðstöðvar­inn­ar í Hamra­borg í lok mars.

Meirihlutinn af þýfinu hefur ekki fundist, og segir Heimir að lögreglan viti eðli málsins samkvæmt ekkert um ástandið á peningaseðlunum, til dæmis hvort þeir séu heilir.

Heimir segir að lítið hafi borið á því upp á síðkastið að peningaseðlar, sem var stolið í Hamraborgþjófnaðinum, hafi fundist í umferð.

Ekkert spurst af bifreiðinni

Aðeins einn einstaklingur sem hefur verið yfirheyrður er grunaður um aðild að þjófnaðinum, en honum var sleppt úr haldi í maí.

Þá hefur ekkert spurst til Toyota Yaris-bifreiðar sem lögreglan lýsti eftir í tengslum við málið í lok mars, að sögn Heimis.

Á bif­reiðinni voru tvær mis­mun­andi núm­era­plöt­ur, þ.e. NMA 87 að aft­an og SLD 43 að fram­an, en báðum þess­um skrán­ing­ar­núm­er­um hafði verið stolið af öðrum öku­tækj­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert