Fresturinn lengdur eftir gagnrýni

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur framlengt frestinn til að skila inn umsögn í samráðsgáttina þar sem kynnt eru áform um að veita ráðherra heimild til að leggja niður samræmd könnunarpróf til frambúðar.

Á nýtt námsmat, matsferill, að leysa könnunarprófin af hólmi.

Umsagnartímabilið var upphaflega frá 5. til 19. júlí og var fresturinn til að skila inn umsögn því aðeins tvær vikur, sem er skemmsti mögulegi frestur sem hægt er að veita samkvæmt reglum samráðsgáttar.

Gagnrýndu stuttan frest

Í umsögn tveggja prófessora og dósents var þetta skamma umsagnartímabil gagnrýnt og athygli vakin á að það lenti á sumarleyfistíma lykilstofnana í menntakerfinu.

Í gærmorgun kom fram í samráðsgáttinni að samráði væri lokið og að tíminn til umsagnar væri runninn út.

Síðar um daginn hafði hann þó verið framlengdur til 6. ágúst.

Aftur má því skila umsögnum um áformin.

Rangfærslan ekki leiðrétt

Þess ber að geta að í kynningartextanum um áformin segir enn að ráðgert sé að matsferillinn verði tilbúinn í byrjun næsta árs.

Fram hefur þó komið í umfjöllun mbl.is og Morgunblaðsins að taka muni nokkur ár að koma honum í gagnið.

Hefur textinn í samráðsgáttinni ekki verið leiðréttur þrátt fyrir ábendingar Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka