Hættustigi lýst yfir

Búist er við nýju eldgosi á næstu tvem til þrem …
Búist er við nýju eldgosi á næstu tvem til þrem vikum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hættustigi verður lýst yfir vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Samkvæmt hættumati Veðurstofu Íslands sem uppfært verður í dag heldur kvika áfram að safnast undir Svartsengi og má búast við kvikuhlaupi eða eldgosi á næstu tveimur til þremur vikum. 

Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, segir í samtali við mbl.is að þetta sé eðlileg þróun á stöðu mála miðað við uppfært hættumat Veðurstofunnar. 

„Þetta er bara eðlileg þróun á því sem er að gerast í Grindavík og miðað við hættumat Veðurstofunnar hefur þetta verið gert í samráði við það.“

„Nú er rúmmálið undir Svartsengi komið á það stig að það er talið að stutt sé í eldgos, en það getur enginn sagt hvenær, hvort og hvar það verður,“ segir Hjördís. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka