Hjólreiðamennirnir fluttir með þyrlu til Akureyrar

Þyrlan fer með hina slösuðu til aðhlynningar á Akureyri.
Þyrlan fer með hina slösuðu til aðhlynningar á Akureyri. Ljósmynd/Lögreglan

Hjólreiðamennirnir sem slösuðust fyrr í dag sunnan við Ásbyrgi hafa verið fluttir með þyrlu til aðhlynningar á Akureyri. 

Þetta staðfestir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við mbl.is. 

Segir hann að hjólreiðamennirnir hafi verið að hjóla meðfram Jökulsá á Fjöllum.

„Annar þeirra hafði fallið niður einhverja smá hlíð, niður í mikinn kjarrgróður og þar var búið um viðkomandi og hann svo hífður um borð í þyrlu,“ segir Jón Þór. Hinn hjólreiðamaðurinn hafi verið minna slasaður en báðir hafi verið fluttir til Akureyrar til aðhlynningar. 

Útkall barst til Landsbjargar um klukkan 12:15 og voru seinustu björgunaraðilar farnir af vettvangi um klukkan 16:30. Erfitt var að nálgast svæðið. 

Hjólreiðamennirnir voru á ferð um Jökulsárgljúfur.
Hjólreiðamennirnir voru á ferð um Jökulsárgljúfur. Ljósmynd/Lögreglan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert