Hnignun skóla staðreynd

Óli Björn segir það misskilning að halda að skipulag og …
Óli Björn segir það misskilning að halda að skipulag og gæði grunnskóla sé einkamál kennara, embættismanna og sérfræðinga. mbl.is/Árni Sæberg

Endurreisn grunnskólans er prófsteinn á það hvort samfélagið hafi getu til þess að leysa flókið verkefni í sameiningu.

Þetta er mat Óla Björns Kárasonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem fjallar um menntamálin í Morgunblaðinu í dag í kjölfar umfjöllunar blaðsins og mbl.is undanfarnar vikur.

Segir hann hnignun grunnskólans staðreynd. Þar að baki geti legið nokkrar samverkandi ástæður.

„Foreldrar verða því áfram í myrkrinu“

Óli Björn gagnrýnir að Miðstöð menntunar og skólaþjónustu ætli ekki að birta opinberlega niðurstöður einstakra skóla eða sveitarfélaga þegar nýr matsferill verður tekinn upp í stað samræmdra prófa:

„Foreldrar verða því áfram í myrkrinu og kennarar fá að því er virðist ekki mikið meiri upplýsingar. Kannski á leyndarhyggjan ekki að koma á óvart,“ skrifar hann.

„Menntamálaráðuneytið hefur neitað að birta niðurstöður PISA-kannana. Forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu telur samkeppni skóla af hinu vonda.“

Misskilningur að málið sé einkamál kennara og sérfræðinga

Vísar hann í viðtal Morgunblaðsins við forstjóra stofnunarinnar sem sagði á dögunum að ekki vissi á gott að búa til samkeppni milli skóla.

„Sem sagt: Það á með öllum tiltækum ráðum að koma í veg fyrir að upplýsingar um árangur einstakra skóla verði birtar, enda væri með því ýtt undir samkeppni milli skóla og þar með aukið aðhald foreldra. „Kerfið“ óttast að ef hægt verði að bera saman skóla fái krafan um valfrelsi foreldra um skóla eigin barna byr undir báða vængi,“ skrifar Óli Björn.

Hann segir misskilning að halda að skipulag og gæði grunnskóla sé einkamál kennara, embættismanna og sérfræðinga.

Grein Óla Björns má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka