Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann sem hafði í hótunum við gesti veitingastaðar í miðborginni. Var hann vistaður í fangageymslu.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu að lyfjaverslun vegna manns með almenn leiðindi. Hann var þó farinn þegar lögregla kom á vettvang.
Annar maður var vistaður í fangageymslu eftir æsing og ónæði í miðborginni.
Einnig var tilkynnt um þjófnað á tösku á hóteli og rúðubrot í skóla.