Mikill samdráttur í framkvæmdum

Unnið var að malbikun á Kjalarnesi í fyrra en nú …
Unnið var að malbikun á Kjalarnesi í fyrra en nú liggur það verkefni í láginni um sinn þar sem fjármuni skortir til framkvæmdanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er alveg klárt mál og er búið að vera svo síðan í fyrrahaust en þá urðu í raun allir jarðvinnu- og malbiksverktakar mjög varir við að verkefnum sem í boði voru fækkaði og hefur svo verið síðan,“ segir Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Colas, en hann er jafnframt formaður Mannvirkis, hagsmunafélags jarðvinnu- og byggingaverktaka, spurður um samdrátt í greininni.

Hann segir að þar sé fyrst og fremst Vegagerðinni um að kenna og vegna skorts á fjárveitingum frá Alþingi. Hann segir að brýnt sé að fara að vinna á innviðaskuldinni og einnig þurfi fyrirtækin í greininni að hafa stöðugleika og fyrirsjáanleika í sinni starfsemi og að áætlanir séu trúverðugar.

„Bitu höfuðið af skömminni“

„Þeir bitu höfuðið af skömminni með því að fresta afgreiðslu samgönguæáætlunar á Alþingi í vor og setja Vegagerðina í klemmu sem getur þannig ekki boðið út verkefni,“ segir hann og segir að sér finnist skrýtið að stofnunin geti ekki haldið uppi dampi í vegagerð þótt ekki sé endanlega búið að njörva niður fjárheimildir.

„Þetta er mikið hökt og högg fyrir fyrirtæki sem eru að reyna að halda samfellu í sínum rekstri,“ segir hann.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, miðvikudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert