Rignir næstu daga

Búast má rigningu næstu daga.
Búast má rigningu næstu daga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í dag verður suðlæg átt 5-13 m/s. Rigning verður víða á landinu en úrkomuminna verður um norðaustanvert landið. Þá dregur úr rigningu og vindi í kvöld en áfram rignir á Suðausturlandi. Hiti verður á bilinu 10 til 16 stig.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Rigning á morgun

Fram kemur að á morgun verði austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. „Rigning með köflum á austanverðu landinu. Bjart með köflum vestanlands en stöku skúrir þar síðdegis,“ segir í hugleiðingunum. Hiti verður á bilinu 10 til 17 stig, svalast verður á Austfjörðum.

Á föstudag er spáð norðvestlægri átt 3-8 m/s. Búast má við súld eða dálítilli rigningu en bjartara verður sunnan- og vestantil. Hiti verður á bilinu 8 til 18 stig, hlýjast sunnanlands.

Þá er útlit fyrir suðlægar áttir og rigningu um helgina, en úrkomuminna verður norðaustanlands. Hiti verður á bilinu 10 til 17 stig.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka