Vatíkanið heiðrar Pétur Urbancic

Pétur Urbancic ásamt hluta af fjölskyldu sinni, séra Patrick sóknarpresti, …
Pétur Urbancic ásamt hluta af fjölskyldu sinni, séra Patrick sóknarpresti, herra Davíð biskupi og messuþjónum við hátíðarathöfnina. Ljósmynd/Aðsend

Vatíkanið hefur heiðrað Pétur Urbancic fyrir þjónustu sína í þágu kaþólsku kirkjunnar. Heiðursviðurkenningin var afhent við messu í Kristkirkju síðastliðinn sunnudag.

Pétur er 93 ára, við góða heilsu og sagður mesti Íslendingurinn í fjölskyldunni með vísan til þess að hann fluttist til landsins sjö ára gamall, flóttamaður frá Austurríki. Hann lærði norrænu í Háskóla Íslands og starfaði allan sinn starfsferil í bankakerfinu, fyrst í Landsbankanum og síðar í Seðlabankanum við stofnun hans 1961. Pétur hefur einnig starfað sem leiðsögumaður og löggiltur skjalaþýðandi og dómtúlkur.

Hann er með próf í sellóleik og spilaði um tíma með Sinfóníuhljómsveit Íslands, auk þess að spila á kontrabassa með Karli Billich, KK-sextettinum og fleirum.

Pétur fær heiðursviðurkenningu Vatíkansins fyrir störf sín í þágu kaþólsku kirkjunnar. Hann hefur verið virkur í starfi hennar og sungið í kórnum frá því hann var unglingur. Pétur sem er heiðursfélagi í kórnum, hætti að syngja af orgelloftinu með kórnum fyrir stuttu þar sem hann treysti sér ekki lengur í þröngan, brattan stigann og hefur sungið með kórnum af gólfinu síðan.

Pétur lætur sig aldrei vanta í messu, var virkur í starfi kaþólskra leikmanna og var formaður þar um skeið.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, miðvikudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert