Andlát: Sigurður Kristinsson

Sigurður Kristinsson lést á Landspítalanum við Hringbraut 22. júlí, 59 …
Sigurður Kristinsson lést á Landspítalanum við Hringbraut 22. júlí, 59 ára að aldri Ljósmynd/Aðsend

Sigurður Kristinsson, gítarleikari og akstursíþróttamaður, lést á Landspítalanum við Hringbraut 22. júlí, 59 ára að aldri. Hann var fæddur 7. desember 1964 og ólst upp í Vestmannaeyjum fram að gosi en fluttist þá með fjölskyldu sinni til Eyrarbakka og seinna í Mosfellsbæ. Foreldrar Sigurðar voru Kristinn Karlsson og Bryndís Sigurðardóttir. Systur hans eru Harpa og Arna Dís.

Sigurður var einn af fyrstu félögum Sniglanna og bar Sniglanúmerið #55. Hann var stofnfélagi í hljómsveitinni Sniglabandinu og lék þar fyrst á trommur en síðar á gítar. Hann sinnti tónlist á margvíslegan hátt, m.a. sem upptökumaður og upptökustjóri auk þess að annast undirleik hjá fjölda listamanna. Hann gaf út tvær sólóplötur. Sigurður var einnig atkvæðamikill í ýmiss konar akstursíþróttum og keppti meðal annars í rallýkrossi og akstri RC-bíla. Hann menntaði sig í kerfisfræði og starfaði í nokkur ár að tölvutækni.

Eftirlifandi eiginkona Sigurðar er Ting Zhou. Börn þeirra eru Bryndís Xiang og Vilhjálmur Hui. Fyrri kona Sigurðar var Brynhildur Fjóla Hallgrímsdóttir, dætur þeirra eru Eneka Abel, Dania Berit og Júlía Fídes.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert