Bifhjólamaðurinn ekki grunaður um hraðakstur

Bifhjólamaður slasaðist alvarlega er hann hafnaði utan vegar nálægt Gígjukvísl …
Bifhjólamaður slasaðist alvarlega er hann hafnaði utan vegar nálægt Gígjukvísl á Skeiðarársandi fjórða júlí. Ljósmynd/Gísli Reynisson

Ástand ökumanns bifhjóls sem slasaðist alvarlega er hann hafnaði utan vegar nálægt Gígjukvísl á Skeiðarársandi fjórða júlí hefur lítið breyst síðan slysið varð. 

Þetta segir Jón Gunn­ar Þór­halls­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Suður­landi, í samtali við mbl.is. Hann segir að ökumaðurinn dvelji enn á sjúkrastofnun.

Ekki vitað hvað gerðist

Ökumaðurinn var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir slysið, en aðstæður á vettvangi voru sagðar þokkalegar.

Er eitthvað vitað um tildrög slyssins?

„Nei, hann er einn þarna. Það er ekki grunur um neinn hraðakstur eða neitt slíkt, en það er ekki vitað hvað gerist, í rauninni,“ segir Jón Gunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert