Bjart með köflum sunnan heiða á morgun

Ágætisveður verður sunnan heiða á morgun.
Ágætisveður verður sunnan heiða á morgun. mbl.is/Sigurður Bogi

Bjart verður með köflum sunnan heiða á morgun. Á laugardag nálgast hins vegar ný lægð landið.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

„Dálítil rigning á norðanverðu landinu á morgun, en bjart með köflum sunnan heiða og skúr á stöku stað. Hægviðri og smáskúir á laugardag, en ný lægð nálgast af Grænlandhafi með sunnankalda og rigningu vestantil um kvöldið,“ segir í hugleiðinngum veðurfræðings.

Í dag má búast við hægum vindi.

„Dálítil lægð suður af Ingólfshöfð hreyfist norðnorðaustur, sem þýðir að vindur snýst smám saman til norðlægrar áttar, en helst þó yfirleitt hægur. Rigning með köflum á austanverðu landinu í dag, en síðdegisskúrir vestanlands, jafnvel síðdegsdembur,“ segir í hugleiðingunum.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert