Ekkert bendi til þess að skotum hafi verið hleypt af

Sérveit ríkislögreglustjóra var kölluð til aðstoðar.
Sérveit ríkislögreglustjóra var kölluð til aðstoðar. Samsett mynd/mbl.is/Eggert

Ekkert í rannsókn lögreglu bendir til þess að skotum hafi verið hleypt af í vopnamáli í Rangárþingi ytra, að sögn Jóns Gunn­ars Þór­halls­sonar, yf­ir­lög­regluþjóns hjá lög­regl­unni á Suður­landi.

Hann segir að málið sé enn í rannsókn og því hafi ekki verið tekin ákvörðun um framhaldið er varðar refsingu mannanna.

Skýrslutökum sé þó lokið, í bili að minnsta kosti.

Tveir handteknir

Lög­regl­an á Suður­landi og sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra voru kölluð til vegna ágrein­ings milli land­eig­anda Hala og Þykkvabæjar 6. júlí.

Tveir voru hand­tekn­ir í aðgerðum lög­reglu og sér­sveit­ar, en að skýrslu­tök­um lokn­um voru þeir látn­ir laus­ir. Þá var lagt hald á nokkur skotvopn.

Ágreiningur um meinta skotárás 

Í frétt Vís­is um málið var haft eft­ir Karli Rún­ari Ólafs­syni á Þykkvabæ að ábú­end­ur á Hala hefðu skotið að gröf­u­manni sem var við vinnu á mörk­um lóðanna.

Í kjölfarið sagði Finn­bogi Jó­hann Jóns­son, ábú­andi á Hala og einn mann­anna sem var hand­tek­inn í aðgerðum lög­reglu, í sam­tali við mbl.is að eng­um skot­um hefði verið hleypt af.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert