Fjöldi tilnefninga borist um hverfistré Reykjavíkur

Gullregn í borginni skarta mörg sína fegursta.
Gullregn í borginni skarta mörg sína fegursta. Ljósmynd/Aðsend

Skógræktarfélagi Reykjavíkur hefur borist yfir sextíu tilnefningar um hverfistré Reykjavíkur sem félagið útnefnir í ár. 

Hverfistré verða útnefnd í öllum tíu hverfum borgarinnar og verða valin úr tilnefningum sem Skógræktarfélaginu hefur borist. Þau verða útnefnd 25. ágúst. 

Önnur tré sem eru talin sérstaklega glæsileg eða athyglisverð verða skráð sérstaklega og er vonast til þess að það verði upphafið á yfirliti yfir merkileg tré í borginni, sem yrði gert aðgengilegt borgarbúum. 

Hér að neðan má sjá nokkur glæsileg tré sem hafa verið tilnefnd. 

Þessi hlynur við Kvisthaga hefur þjónað íbúum ýmist sem klifurtré …
Þessi hlynur við Kvisthaga hefur þjónað íbúum ýmist sem klifurtré og haldið uppi hengirúmi. Ljósmynd/ Helga Jónsdóttir
Þesi tré eru tilnefnd sem hverfistré Breiðholts.
Þesi tré eru tilnefnd sem hverfistré Breiðholts. Ljósmynd/Rut Kristjánsdóttir
Þessi garðahlynur skartar sínu fegursta í Foldahverfi í Grafarvogi.
Þessi garðahlynur skartar sínu fegursta í Foldahverfi í Grafarvogi. Ljósmynd/Guðrún Ólafsdóttir



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert