Fjöldi tungumála áskorun

Yfir 30 mál eru töluð í skólum Reykjanesbæjar.
Yfir 30 mál eru töluð í skólum Reykjanesbæjar. mbl.is/Sigurður Bogi

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir að styðja megi betur við nemendur af erlendum uppruna í sveitarfélaginu.

„Það er enda mikilvægt fyrir börn af erlendu bergi brotin að fá góða móðurmálskennslu af því að það er undirstaða þess að læra önnur tungumál, á borð við íslensku eða ensku, að vera sterkur í eigin tungumáli,“ segir Kjartan Már.

Tilefnið er að Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra ræddi um daginn við Morgunblaðið um mikilvægi móðurmálskennslu fyrir börn af erlendum uppruna.

Yfir 30 mál eru töluð í skólum Reykjanesbæjar og segir Kjartan Már að mesta áskorunin sé kannski að kenna börnum sem koma frá löndum þar sem er töluð arabíska. Það versta sem gerist sé þegar börn og ungmenni fara til heimalandsins aftur og heltast úr lestinni vegna lítillar færni. 

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, fimmtudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert