Hótaði börnum í Vesturbæ

Börnum í Vesturbæ var hótað.
Börnum í Vesturbæ var hótað. mbl.is/mbl.is

Óskað eftir aðstoð lögreglu vegna einstaklings í annarlegu ástandi sem ógnaði og hótaði börnum í Vesturbæ. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Dagbókin nær til verkefna lögreglu frá klukkan 17 í gær til 05 í morgun.

Þá óskaði leigubílstjóri aðstoðar lögreglu vegna líkamsárásar í hverfi 108. Málið er einnig til rannsóknar hjá lögreglu. 

Reyndi að brjótast inn í hús í miðbænum

Í miðbænum var einstaklingur í annarlegu ástandi að brjóta rúður í fjölbýli og reyna komast þar inn. Lögregla handtók viðkomandi og er málið í rannsókn.

Sömuleiðis var tilkynnt um nokkra einstaklinga sem reyndu að opna hurðir á kyrrstæðum og mannlausum bifreiðum í miðbænum. Lögregla hafði upp á þeim og var málið afgreitt á vettvangi.

Í hverfi 105 var tilkynnt um innbrot í heimahús. Málið er í rannsókn hjá lögreglu.

Þá var tilkynnt um hóp ungmenna inni í menntastofnun í leyfisleysi í hverfi 108. Í dagbókinni kemur fram að grunur sé um húsbrot. Málið er í rannsókn.

Nokkur mál í Kópavogi

Í Kópavogi var tilkynnt um þjófnað í verslun, málið var afgreitt á vettvangi. Í Kópavogi var einnig óskað eftir aðstoð lögreglu vegna ágreinings í heimahúsi. Málið var afgreitt á vettvangi.

Þá var ökumaður handtekinn í Kópavogi eftir að hafa reynt að stinga lögreglu af. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og lyfja, að aka ítrekað án þess að hafa öðlast ökuréttindi, óheimila notkun nagladekkja og að aka bifreið þar sem ástand hennar var með þeim hætti að það olli hættu fyrir aðra. Ökumaðurinn var færður á lögreglustöð í hefðbundið ferli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert