Kerfið féll á prófinu

Lilja segir nauðsynlegt fyrir nemendur, foreldra, kennara og menntakerfið að …
Lilja segir nauðsynlegt fyrir nemendur, foreldra, kennara og menntakerfið að samræmt mat sé í kerfinu og þróunin sé gagnsæ Ljósmynd/Unsplash

Menntamálastofnun réð ekki við að leggja fyrir samræmd könnunarpróf með stafrænum hætti og því sá menntamálaráðherra sér ekki annan kost í stöðunni en að leggja þau niður árið 2021, þrátt fyrir að ekkert samræmt mat á námsárangri íslenskra grunnskólabarna tæki við.

Frá þessu greinir Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, sem var ráðherra menntamála á árunum 2017 til 2021.

Nú, þremur árum síðar, hefur enn ekkert komið í stað prófanna og óljóst er hvenær skólayfirvöld ná að innleiða nýtt samræmt námsmat.

Samræmt mat lykilatriði í menntakerfinu

Árangur íslenskra nemenda versnaði til muna í PISA-könnuninni árið 2022 frá fyrri árum, þar sem þróunin hafði þó verið niður á við. Hvergi var fallið hærra innan OECD en hér á landi.

Lilja segir að þegar niðurstöður PISA versni svona með árunum sé það endurvarp á menntakerfi síðustu ára. „Þetta er þróun sem er búin að vera að eiga sér stað. Við verðum að gera betur til að öll börn njóti jafnræðis og jafnra tækifæra,“ segir Lilja.

Leggur hún áherslu á að það sé lykilatriði að samræmt mat sé í menntakerfinu og að upplýsingar um þróun menntakerfisins séu gagnsæjar.

Viðtalið við Lilju má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert