Lögregla handtók mann sem reyndist eftirlýstur

Maðurinn var handtekinn í hverfi 105.
Maðurinn var handtekinn í hverfi 105. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók ökumann sem reyndist vera eftirlýstur.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Dagbókin nær til verkefna lögreglu frá klukkan 17 í gær til 05 í morgun.

Maðurinn var handtekinn í hverfi 105 þar sem hann var grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna sem og að aka sviptur ökuréttindum.

Maðurinn var færður á lögreglustöð í hefðbundið ferli, en við nánari skoðun reyndist hann eftirlýstur. Ekki koma fram frekari upplýsingar um málið í dagbókinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert