Lögregla kölluð til vegna ágreinings um kött

Myndin er úr safni. Umræddur köttur tengist ekki fréttinni.
Myndin er úr safni. Umræddur köttur tengist ekki fréttinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna ágreinings um kött. 

Í dagbók lögreglu kemur fram að kötturinn hafi komist til réttmæt eiganda. Dag­bók­in nær til verk­efna lög­reglu frá klukk­an 17 í gær til 05 í morgun.

„Báðir einstaklingar töldu sig réttmætan eiganda kattarins.  Rannsókn lögreglumanna á vettvangi var til þess að kötturinn komst til réttmæts eiganda,“ segir í dagbókinni.

Það var lögreglustöð eitt sem sinnti málinu en hún sinnir verkefnum í stórum hluta borgarinnar og á Seltjarnarnesi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert