Maðurinn eftirlýstur vegna skýrslutöku

Að skýrslutöku lokinni var maður látinn laus að því loknu.
Að skýrslutöku lokinni var maður látinn laus að því loknu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Maður sem lögregla handtók í gær, vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna sem og að aka sviptur ökuréttindum, reyndist vera eftirlýstur vegna skýrslutöku.

Þetta segir Marta Kristín Hreiðarsdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og áætlunardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

Maðurinn var handtekinn í hverfi 105. Hann var færður á lögreglustöð í hefðbundið ferli, en við nánari skoðun reyndist hann eftirlýstur. 

Marta segir að skýrsla hafi verið tekin af manninum í kjölfar handtökunnar. Að skýrslutöku lokinni var maðurinn látinn laus.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert