Mótmæla gjaldtöku við Egilsstaðaflugvöll

Íbúar eru margir hverjir ósáttir við gjaldtökuna.
Íbúar eru margir hverjir ósáttir við gjaldtökuna. mbl.is/Sigurður Bogi

Rúmlega 600 manns hafa skráð sig í Facebook-hópinn Skutl til og frá Egilsstaðaflugvelli til þess að mótmæla gjaldtöku á bílastæðum við flugvöllinn. 

Flestir sem eru í hópnum eru mótfallnir gjaldtökunni og reyna að komast hjá henni með því að skutla og sækja farþega til og frá flugvellinum gjaldfrjálst. 

Austurfrétt greindi fyrst frá.

Gjaldtaka í mánuð

Isavia hóf gjaldtöku við innanlandsflugvelli í Reykjavík, Akureyri og Egilsstöðum í lok júní mánaðar og hafa fengið misgóð viðbrögð.

Fyrstu 14 klukkustundirnar á Egilsstaðaflugvelli eru gjaldfrjálsar en eftir það er greitt 1.750 krónur fyrir sólarhringinn. Eftir sjö daga lækkar sólarhringsverðið í 1.350 krónur og eftir 14 daga lækkar það í 1.200 krónur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert