Myndband: Hnúfubakar komu fjölskyldu á bát á óvart

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:59
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:59
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Hægt er að segja að þrem­ur börn­um sem héldu í báts­ferð með afa sín­um hafi held­ur bet­ur brugðið í brún þegar nokkr­ir hnúfu­bak­ar birt­ust þeim al­veg upp við bát­inn mjög ná­lægt landi á Borg­ar­f­irði eystri.

„Ekki þegar þau fóru út, af­inn ætlaði að hafa þetta báta­upp­lif­un fyr­ir krakk­ana og tók með veiðistang­ir. Svo bara sáu þau allt í einu hnúfu­baka synda í kring­um bát­inn og kíkja upp.“

Þetta seg­ir Sandra Jóns­dótt­ir, móðir barn­anna þriggja á bátn­um, í sam­tali við mbl.is, spurð hvort fjöl­skyld­an hafi vitað af hnúfu­bök­un­um þegar þau héldu í báts­ferðina. Meðfylgj­andi mynd­skeið hér að neðan tók Malen Áskels­dótt­ir.

Á efra mynd­band­inu, sem Kin­an Kadoni tók með dróna, sést hversu ná­lægt höfn­inni hval­irn­ir eru, en fjöldi fólks fylgd­ist með þeim af bryggj­unni.

Vildi fara á bak hnúfu­bak­anna

Pabbi Söndru, af­inn á bátn­um, er fædd­ur og upp­al­inn á Borg­ar­f­irði eystri. Var hann á ferð með tveim­ur afastrák­um sín­um og einni afa­st­elpu. Brá öll­um þegar hval­irn­ir birt­ust, en þegar leið á sagðist yngsta stelp­an hins veg­ar hrein­lega vilja fara á bak hnúfu­bak­anna.

Í dag stefna þau á að fara aft­ur út á bát­inn enda fannst börn­un­um þetta mjög spenn­andi.

„Þau eiga eft­ir að muna eft­ir þessu að ei­lífu,“ seg­ir Sandra að lok­um.

Hnúfu­bak­arn­ir í hið minnsta átta

Áskell Heiðar Ásgeirs­son, Bræðslu­stjóri á Borg­ar­f­irði eystri, seg­ir hnúfu­bak­ana vera átta til tíu tals­ins í sam­tali við mbl.is.

Hann seg­ir þá held­ur bet­ur hafa valið góðan tíma til að láta sjá sig þar sem Bræðslan fer fram í bæn­um um helg­ina. Hafa þeir verið að leika list­ir við strönd­ina fyr­ir gesti og gang­andi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert