Rannsókn á manndrápi á lokastigi

Jón Gunnar vonast til þess að rannsókn ljúki í sumar.
Jón Gunnar vonast til þess að rannsókn ljúki í sumar. mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson

Rannsókn á manndrápi í sumarhúsi í Kiðjabergi í upp­sveit­um Árnes­sýslu 20. apríl er á lokastigi, að sögn Jóns Gunn­ars Þór­halls­sonar, yf­ir­lög­regluþjóns hjá lög­regl­unni á Suður­landi.

Hann segir að rannsókninni miði vel og vonast hann til þess að henni ljúki í sumar.

Sakborningurinn afplánar dóm

Lit­háísk­ur karl­maður er grunaður um mann­dráp í sum­ar­húsinu í Kiðjabergi. Samlandi hans var úr­sk­urðaður lát­inn skömmu eft­ir komu viðbragðsaðila á vett­vang.

Upp­haf­lega voru fjór­ir menn hand­tekn­ir þann 20. apríl en tveim­ur síðar sleppt. Hinir tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald en öðrum þeirra var síðar sleppt.

„Aðal sakborningurinn í því máli er enn í afplánun út af öðru máli,“ segir Jón Gunnar í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert