Rúm 70% þjóðarinnar fylgdist með EM

Stór hluti þjóðarinnar horfði á Evrópumót karla í knattspyrnu.
Stór hluti þjóðarinnar horfði á Evrópumót karla í knattspyrnu. AFP/Ozan Kose

Rúmlega 70 prósent þjóðarinnar fylgdust með EM í knattspyrnu fyrr í sumar. Í könnun sem Prósent lagði fram dagana 19 til 24. júlí voru 1.850 manns, 18 ára og eldri, spurð ýmissa spurninga varðandi Evrópumótið.

Þetta kemur fram í tilkynningu Prósents.

29 prósent svarenda fylgdust ekki með neinum leik og 71 prósent fylgdist með leikjunum að einhverju leyti. Þá fylgdust 13 prósent með öllum leikjunum, 24 prósent með mörgum þeirra, sex prósent með einum leik og 29 prósent með nokkrum.

Þetta graf sýnir hve mikið hvaða aldurshópar fylgdust með EM.
Þetta graf sýnir hve mikið hvaða aldurshópar fylgdust með EM. Graf/Prósent

63 prósent kvenna fylgdust eitthvað með keppninni en hjá körlunum er hlutfallið 78 prósent.

Þegar kemur að aldurshópunum var sá hópur sem horfði marktækt minnst á EM 25 til 34 ára, en um 62 prósent af þeim horfðu á einhverja leiki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert