Segir Kínverja vinna í þágu friðar

He Rulong er sendiherra Kína á Íslandi.
He Rulong er sendiherra Kína á Íslandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

He Rulong, sendiherra Kína á Íslandi, segir Kína fylgja utanríkisstefnu í þágu friðar.

Þetta kemur fram í grein hans sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 

„Kína fylgir staðfastlega sjálfstæðri utanríkisstefnu í þágu friðar og uppbyggingar alþjóðasamfélags sameiginlegrar framtíðar alls mannkynsins þar sem áhersla er lögð á sameiginleg gildi,“ skrifar Rulong.

Kína leggi áherslu á friðsamlega samvinnu

Þá segir Rulong að kínversk stjórnvöld telji mikilvægt að vinna friðsamlegra með öðrum ríkjum.

„Kína leggur áherslu á alþjóðleg þróunarverkefni, alþjóðlegt öryggi og heimsmenningu sem einkennist af jafnrétti. Jafnframt er hvatt til fjölpólasamvinnu í þágu sameiginlegra hagsmuna þar sem allir jarðarbúa njóta góðs af efnahagslegri hnattvæðingu heimsins. Þetta kann að hljóma ankannalega á tímum þegar svæðisbundin átök magnast. En þessi afstaða Kína mótast af sannfæringu um mikilvægi friðsamlegrar samvinnu við önnur ríki. Þetta endurspeglast í starfi þess í þágu friðar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna,“ skrifar Rulong.

He Rulong tók við stöðu sendiherra í mars 2022.
He Rulong tók við stöðu sendiherra í mars 2022. Ljósmynd/Gunnar Vigfússon

Loks hvetur Rulong Íslendinga til að heimsækja sitt heimaland. Þar sé hægt að kynnast landi þar sem fólk beri traust til framtíðar sinnar og vinnur saman með í þágu vináttu og góðvilja í friðsælum heimi.

„Kínverska leiðin til nútímavæðingar einkennist af stigvaxandi opnun og friðsælu umhverfi eins og árangur Kínverja á undanförnum árum ber vott um. Ég hvet Íslendinga eindregið til að heimsækja Kína. Þá geta þeir séð með eigin augum þann árangur sem við höfum náð. Á fyrri hluta þessa árs heimsóttu samtals 14.635 milljónir erlendra ferðamanna Kína. Það er 152,7% vöxtur milli ára. Ég hvet lesendur þessara lína til að fylgja í fótspor þeirra. Þá getið þið kynnst landi þar sem fólk ber traust til framtíðar sinnar og vinnur saman með nýstárlegum aðferðum í þágu vináttu og góðvilja í friðsælum heimi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert