Umferð gangandi takmörkuð við Dynjanda

Gönguleið meðfram Dynjandisá verður lokuð á meðal fluginu stendur.
Gönguleið meðfram Dynjandisá verður lokuð á meðal fluginu stendur. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Uppsetning á þremur útsýnispöllum við Dynjanda mun að öllu óbreyttu hefjast á mánudag og standa yfir í þrjá til fjóra daga. Þá verður hluti af gönguleiðinni einnig lagfærður og mun aðgengi að gönguleiðinni vera takmarkaður á meðan framkvæmdir standa yfir. 

Þetta segir Edda Kristín Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, í samtali við mbl.is. 

Undirbúningur fyrir framkvæmdirnar hófust í vetur og er nú verið að flytja efni með þyrlu að Dynjanda. Búist er við að flogið verði 240 ferðir frá Dynjandisheiði að fossaröðinni í Dynjandisá. 

Annað aðgengi á svæðinu verður óbreytt þar með talið aðgengi að bílastæðum, salernum og áningarsvæði á flotinni neðan fossana. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert