Ætlar að snúa aftur til Grindavíkur

Vilhjálmur Jóhann Lárusson.
Vilhjálmur Jóhann Lárusson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vilhjálmur Jóhann Lárusson, eigandi Sjómannastofunnar Vör í Grindavík, segir starfsemi veitingastaðarins hafa gengið mjög vel að undanförnu, en hann hefur haft opið síðan í febrúar. Hann hefur fulla trú á að Grindavík muni rísa upp þegar eldsumbrotum og jarðhræringum lýkur.

Vilhjálmur hefur haft dyr veitingastaðarins opnar frá 24. febrúar, en hann segir að mikið af iðnaðarmönnum komi til sín í hádegismat. 

„Yfirleitt eru þetta karlar sem eru að vinna í bænum,“ segir Vilhjálmur. „Það er nóg að gera, ég get allavega ekki kvartað,“ bætir hann við. 

Trúir á uppbyggingu bæjarins

Vilhjálmur fluttist til Keflavíkur eftir eldgosið í Grindavík en ætlar svo sannarlega að koma aftur um leið og það er hægt, en hann segist þekkja nóg af fólki sem býr enn í bænum. 

Hefur þú trú á uppbyggingu bæjarins? 

„Já, það er alveg klárt," segir Vilhjálmur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert