Facebook-færslu bílaumboðsins Brimborgar, þar sem kaup verðandi forsetans Höllu Tómasdóttur á nýjum Volvo-rafbíl voru auglýst, virðist nú hafa verið eytt.
Halla leyfði myndatöku af sér og manni sínum í auglýsingu þegar hún keypti rafbíl á sérverði, eins og greint hefur verið frá.
Brimborg auglýsti í framhaldinu kaupin með því að birta myndina á Facebook.
Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, sagði við mbl.is að forsetinn verðandi hefði fengð sérkjör sem langtímaviðskiptavinur. Hann kvaðst sjálfur hafa þekkt Höllu sem „kunningja“ í um sautján ár, ef ekki lengur.
Færslan er ekki lengur aðgengileg.
Stjórnsýslufræðingur segir tilvonandi forseta á „hálum ís“, að taka þátt í auglýsingu fyrir bílaumboðið.
„Ef þetta brýtur á siðferðisviðmiðmun tímans rýrir þetta tiltrú almennings á forsetaembættinu. Og það er náttúrulega ein helsta ábyrgðarskylda verðandi forseta að sjá til þess að tiltrú og traust á forsetaembættinu rýrni ekki.“