Auglýsingunni með Höllu eytt út af Facebook

Halla Tómasdóttir, verðandi forseti Íslands, og Björn Skúlason, verðandi forsetaherra, …
Halla Tómasdóttir, verðandi forseti Íslands, og Björn Skúlason, verðandi forsetaherra, ásamt Agli Jóhannssyni, forstjóra Brimborgar. Ljósmynd/Brimborg

Facebook-færslu bílaumboðsins Brimborgar, þar sem kaup verðandi forsetans Höllu Tómasdóttur á nýjum Volvo-rafbíl voru auglýst, virðist nú hafa verið eytt.

Halla leyfði myndatöku af sér og manni sínum í aug­lýs­ingu þegar hún keypti raf­bíl á sér­verði, eins og greint hefur verið frá.

Brimborg aug­lýs­ti í framhaldinu kaup­in með því að birta myndina á Facebook.

Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, sagði við mbl.is að forsetinn verðandi hefði fengð sérkjör sem langtímaviðskiptavinur. Hann kvaðst sjálfur hafa þekkt Höllu sem „kunningja“ í um sautján ár, ef ekki lengur.

Á hálum ís og enn ekki tekin við embætti

Færslan er ekki lengur aðgengileg.

Stjórn­sýslu­fræðing­ur seg­ir til­von­andi for­seta á „hálum ís“, að taka þátt í aug­lýs­ingu fyr­ir bílaum­boðið.

„Ef þetta brýt­ur á siðferðisviðmiðmun tím­ans rýr­ir þetta til­trú al­menn­ings á for­seta­embætt­inu. Og það er nátt­úru­lega ein helsta ábyrgðarskylda verðandi for­seta að sjá til þess að til­trú og traust á for­seta­embætt­inu rýrni ekki.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert