Hyggst skoða lög um nafnabreytingar

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Eyþór

„Þetta er auðvitað sérstakt mál. Ég verð að viðurkenna það. Og ber að með sérstökum hætti,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra um nafnbreytingu afbrotamannsins Mohamads Kouranis, sem nýverið tók upp nafnið Mohamad Thor Jóhannesson.

Nokkuð þröngur lagarammi ríkir þegar kemur að því að breyta um kenninafn og þarf sérstaka undanþágu til þess.

Fullan hug á að skoða

Guðrún segist þegar hafa óskað eftir gögnum frá Þjóðskrá um hvernig lagaákvæðið um kenninafnabreytingu var túlkað í þessu tilfelli og hvernig ákvæðið sé almennt í framkvæmd.

„Þegar ég hef fengið þau gögn og skýringar frá Þjóðskrá þá fyrst verður hægt að meta hvort það sé ástæða til að gera breytingar á lögunum eða skerpa á framkvæmdinni og það hef ég fullan hug á að skoða í framhaldinu,“ segir Guðrún.

Ekki ætlað til að afbrotamenn geti falið sig

Þá segir hún alveg á hreinu í skýringum á umræddu ákvæði að það sé ekki ætlað svo afbrotamenn geti „einhvern veginn falið sig betur í íslensku samfélagi“.

„Ákvæðið eins og það er í þessu frumvarpi, það er ekki ætlað eða hugsað fyrir glæpamenn eða þá sem hafa framið afbrot til að breyta nafni sínu. Þetta var sett inn með einstaklinga í huga sem bera sama nafn og afbrotamenn og líða fyrir það.“

Þá bendir Guðrún á að löggjöfin hér á landi sé ekki frábrugðin nágrannalöndunum.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert