Myndir: Plastið kom Bjarna til bjargar í París

Vel fór á með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra og konu hans …
Vel fór á með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra og konu hans Þóru Margréti Baldvinsdóttur á opnunahátið Ólympíuleikanna fyrr í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Setningarathöfn Ólympíuleikanna fór fram í kvöld í París og þar voru mættir framámenn í íþróttahreyfingunni og þjóðarleiðtogar auk íþróttamannanna sjálfra sem hver á fætur öðrum sigldi niður Signu. Íslenski hópurinn sigldi á báti ásamt ísraelskum íþróttamönnum. 

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, var á meðal gesta. Nokkuð rigndi á setningarathöfninni í kvöld og  Bjarni fór líkt og aðrir gestir ekki varhluta af því. Ljósmyndari mbl.is myndaði Bjarna um leið og plastið virtist eitthvað flækjast fyrir honum.  Bjarni gat að lokum svipt sig plastinu og brosti sínu breiðasta áður yfir lauk. 

Allir voru umvafðir plasti á áhorfendapöllunum.
Allir voru umvafðir plasti á áhorfendapöllunum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Plastið að vefjast fyrir Bjarna eða Bjarni að vefja um …
Plastið að vefjast fyrir Bjarna eða Bjarni að vefja um sig plastið. mbl.is/Kristinn Magnússon
Líkt og góðum eiginmanni sæmir þá lagði forsætisráðherran konu sinni …
Líkt og góðum eiginmanni sæmir þá lagði forsætisráðherran konu sinni hjálparhönd við að hylja sig fyrir rigningunni. mbl.is/Kristinn Magnússon
Lognið á undan storminum.
Lognið á undan storminum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, virðist hafa fengið betri sæti en …
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, virðist hafa fengið betri sæti en flestir og sést hér skraufþurr á athöfninni. mbl.is/Kristinn Magnússon
Mikil öryggisgæsla var á setningarathöfninni og hvarvetna mátti sjá vopnaða …
Mikil öryggisgæsla var á setningarathöfninni og hvarvetna mátti sjá vopnaða öryggisverði. mbl.is/Kristinn Magnússon
Ólympíumerkið víðfræga við Eiffelturninn.
Ólympíumerkið víðfræga við Eiffelturninn. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert