Ölvaður ökumaður króaður af

Ökumaðurinn stöðvaði bifreiðina ekki í fyrstu.
Ökumaðurinn stöðvaði bifreiðina ekki í fyrstu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ökumaður stöðvaði ekki þegar lögregla gaf honum merki um að gera slíkt í umferðinni.

Í dagbók lögreglu segir að hann hafi þó hvorki ekið yfir hámarkshraða né reynt að flýja lögregluna. Að lokum var hann króaður af með fleiri lögreglutækjum eftir nokkrar mínútur. 

Þegar lögregla náði tali af ökumanninum bar hann fyrir sig að hann hefði verið að leita að stað til þess að stöðva bifreiðina. 

Reyndist hann síðan ölvaður og sviptur ökuréttindum. Var hann handtekinn en látinn laus að blóðsýnatöku lokinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert